|
|
mánudagur, maí 19, 2003
Hafið ****/*****
Kvikmyndin Hafið, leikstýrð af Baltasar Kormáki, er virkilega vel heppnuð kvikmynd á íslenskan mælikvarða. Afbragðs leikarar eru í myndinni og ber þá helst að nefna Gunnar Eyjólfsson, Hilmi Snæ Guðnason og Kristbjörgu Kjeld. Myndin er á vissan hátt mjög pólitísk, hvað varðar umfjöllunina um kvótakerfið, en einnig mjög ýkt t.a.m. hvað persónusköpun snertir. Ég mæli hiklaust með Hafinu og fær hún því fjórar stjörnur af fimm mögulegum...
posted by Jón
1:50 e.h.
mánudagur, maí 05, 2003
The Usual Suspects *****/*****
Mögnuð glæpamynd með frábærum leikurum...t.a.m. Stephen Baldwin (hans langbesta mynd), Gabriel Byrne, Benicio Del Toro, Kevin Pollak og síðast en ekki síst Kevin Spacey. Þeir leika ólíka glæpamenn sem fyrir, að því virðist í fyrstu, undarlega tilviljun lenda í sakbendingu vegna bílsráns. Eftir það leiðir Leikstjóri myndarinnar Bryan Singer, sem nú nýverið gerði sína aðra mynd um X-mennina knáu, áhorfandan inni í eina beztu glæpafléttu sem fest hefur verið á filmu.
Þar sem þetta er ein frægasta og bezta glæpamynd samtímans þá fær hún hiklaust fimm stjörnur af fimm mögulegum hjá mér.
posted by Jón
10:48 f.h.
þriðjudagur, apríl 29, 2003
Confessions of a Dangerous Mind ****/*****
Þessi mynd er frumraun George Clooney sem leikstjóra og er með afbrigðum vel gerð. Fullt af góðum leikurum eru til staðar þar sem Sam Rockwell, Drew Barrymore og Julia Roberts eru mest áberandi.
Myndin fjallar á kómískan hátt um líf og störf Chuck Barris, sem var brautryðjandi í bandarískri sjónvarpsþáttargerð á sjötta-og sjöunda áratug síðustu aldar. Líf Barris var á margan hátt mjög kostulegt og er handritið af myndinni, sem snillingurinn Charlie Kaufman skrifar, að mestu búið til útfrá ævisögu sem hann gaf út snemma á níunda áratug síðustu aldar.
Mæli eindregið með þessari mynd…og gef ég því myndinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
posted by Jón
2:58 e.h.
miðvikudagur, apríl 23, 2003
The Rules of Attraction ***/*****
Þokkaleg bandarísk háskólamynd með James Van Der Beek (Úr Dawson's Creek) í aðalhlutverki. Myndin fjallar um daglegt líf þriggja háskólanema í listaháskóla í Bandaríkjunum. Líf þeirra fléttast svo saman á mjög einkennilegan hátt.
Þessi mynd er mjög vel leikinn. Sérstaklega kom áðurnefndur James mjög á óvart sem þungamiðjan í myndinni. Kvikmyndatakan er öðruvísi og skemmtileg og söguþráðurinn áhugaverður. Það sem vantaði helst uppá til að gera myndina enn betri var meiri nekt og betri endir...
Ég gef því myndinni þrjár stjörnur af fimm mögulegum
posted by Jón
11:13 f.h.
fimmtudagur, mars 27, 2003
Maður eins og ég ***/*****
Á að vera rómatísk íslensk gamanmynd en sem slík hittir hún ekki alveg í mark. Myndin er leikstýrð af Róberti Douglas, sem meðal annars gerði Íslenska Drauminn, og er ekki hægt að kvarta yfir leikstjórninni sem slíkri. Myndina vantar einna helst almennilegan söguþráð...því sá söguþráður sem er í myndinni er, vægt til orða tekið; hræðilegur.
Það sem hífir myndina upp er hversu snilldarlegur leikur helstu leikara er. Jón Gnarr fer á kostum og Þorsteinn Guðmundsson er magnaður í hlutverki besta vinar hans og yfirmanns. Ef við gleymum alveg söguþræðinum og lítum aðeins á samleik þessara tveggja kappa, þá fengi myndin fullt hús...en hræðilegur söguþráður dregum myndina all verulega niður.
Ég gef myndinni því þrjár stjörnur af fimm mögulegum
posted by Jón
12:21 e.h.
þriðjudagur, mars 04, 2003
K-19: The Widowmaker **/*****
Er kafbátamynd, undir leikstjórn Kathryn Bigelow. Helstu hlutverk myndarinnar eru leikin af: Harrison Ford sem leikur sovétska kafbátaforingjan Alexei Vostrikov. Hann er fengin til að stjórna reynsluferð nýjasta og fullkomnasta kjarnorkukafbát Sovétmanna. Liam Neeson sem leikur skipstjóra kafbátsins Mikhail Polenin, sem er lækkaður í tign eftir að hann tjáði sig um galla kafbátsins. Þess má geta að Ingvar E. Sigurðsson leikur lítið hlutverk í myndinni, nánar til tekið vélstjóra kafbátsins.
Sem kafbátamynd er þessi mynd miðlungsgóð. Plottið er frekar einfalt og stígandinn með eindæmum hægur að jaðrar við langdrægni. Svo er myndin með minnsta móti trúgverðug enda um Sovétmenn sem leiknir eru af Bandaríkjamönnum. Á köflum verður hún samt þónokkuð spennandi, sérstaklega í blálokin en hún stenst samt engan vegin samanburð við aðrar kafbátamyndir til að mynda Crimson Tide og U-571...
Myndir fær því tvær stjörnur af fimm mögulegum.
posted by Jón
8:53 f.h.
mánudagur, mars 03, 2003
The Ring ****/*****
The Ring, leikstýrð af Gore Verbinski, er mjög vel gerð mynd. Leikurinn er til fyrirmyndar þar sem: Naomi Watts leikur blaðakonuna Rachel sem kannar uppruna dulafulls myndbands, sem virðist hafa valdið dauða 16 ára frænku hennar. David Dorfman leikur son hennar sem er mjög sjálfstæður miðað við aldur og gæddur dulrænum hæfileikum. Martin Henderson leikur kunningja Rachel sem hjálpar henni við leitina að uppruna myndbandsins.
Þessi mynd er vægast sagt mjög spennandi og er stígandinn í myndinni mjög góður. Það hvernig leikstjórinn leiðir áhorfandan á algjörar villigötur í lok myndarinnar og skellir svo fram einu bezta tæknibrelluatriði sem ég hef séð í lokauppgjörinu var tær snilld. Takið einnig eftir hestaatriðinu á ferjunni...mjög áhrifamikið og vel gert atriði, tæknilega séð.
Mæli hiklaust með The Ring, fær fjórar stjörnur af fimm hjá mér.
posted by Jón
1:11 e.h.
|