|
|
þriðjudagur, apríl 29, 2003
Confessions of a Dangerous Mind ****/*****
Þessi mynd er frumraun George Clooney sem leikstjóra og er með afbrigðum vel gerð. Fullt af góðum leikurum eru til staðar þar sem Sam Rockwell, Drew Barrymore og Julia Roberts eru mest áberandi.
Myndin fjallar á kómískan hátt um líf og störf Chuck Barris, sem var brautryðjandi í bandarískri sjónvarpsþáttargerð á sjötta-og sjöunda áratug síðustu aldar. Líf Barris var á margan hátt mjög kostulegt og er handritið af myndinni, sem snillingurinn Charlie Kaufman skrifar, að mestu búið til útfrá ævisögu sem hann gaf út snemma á níunda áratug síðustu aldar.
Mæli eindregið með þessari mynd…og gef ég því myndinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
posted by Jón
2:58 e.h.
|