|
|
miðvikudagur, apríl 23, 2003
The Rules of Attraction ***/*****
Þokkaleg bandarísk háskólamynd með James Van Der Beek (Úr Dawson's Creek) í aðalhlutverki. Myndin fjallar um daglegt líf þriggja háskólanema í listaháskóla í Bandaríkjunum. Líf þeirra fléttast svo saman á mjög einkennilegan hátt.
Þessi mynd er mjög vel leikinn. Sérstaklega kom áðurnefndur James mjög á óvart sem þungamiðjan í myndinni. Kvikmyndatakan er öðruvísi og skemmtileg og söguþráðurinn áhugaverður. Það sem vantaði helst uppá til að gera myndina enn betri var meiri nekt og betri endir...
Ég gef því myndinni þrjár stjörnur af fimm mögulegum
posted by Jón
11:13 f.h.
|