Kvikmyndagagnrýni 
  corner   



Heim

Eldri gagnryni

Í boði málningar...það segir sig sjálft
 

mánudagur, maí 05, 2003

 
The Usual Suspects *****/*****

Mögnuð glæpamynd með frábærum leikurum...t.a.m. Stephen Baldwin (hans langbesta mynd), Gabriel Byrne, Benicio Del Toro, Kevin Pollak og síðast en ekki síst Kevin Spacey. Þeir leika ólíka glæpamenn sem fyrir, að því virðist í fyrstu, undarlega tilviljun lenda í sakbendingu vegna bílsráns. Eftir það leiðir Leikstjóri myndarinnar Bryan Singer, sem nú nýverið gerði sína aðra mynd um X-mennina knáu, áhorfandan inni í eina beztu glæpafléttu sem fest hefur verið á filmu.

Þar sem þetta er ein frægasta og bezta glæpamynd samtímans þá fær hún hiklaust fimm stjörnur af fimm mögulegum hjá mér.





This page is powered by Blogger.