Kvikmyndagagnrýni 
  corner   



Heim

Eldri gagnryni

Í boði málningar...það segir sig sjálft
 

þriðjudagur, mars 04, 2003

 
K-19: The Widowmaker **/*****

Er kafbátamynd, undir leikstjórn Kathryn Bigelow. Helstu hlutverk myndarinnar eru leikin af: Harrison Ford sem leikur sovétska kafbátaforingjan Alexei Vostrikov. Hann er fengin til að stjórna reynsluferð nýjasta og fullkomnasta kjarnorkukafbát Sovétmanna. Liam Neeson sem leikur skipstjóra kafbátsins Mikhail Polenin, sem er lækkaður í tign eftir að hann tjáði sig um galla kafbátsins. Þess má geta að Ingvar E. Sigurðsson leikur lítið hlutverk í myndinni, nánar til tekið vélstjóra kafbátsins.

Sem kafbátamynd er þessi mynd miðlungsgóð. Plottið er frekar einfalt og stígandinn með eindæmum hægur að jaðrar við langdrægni. Svo er myndin með minnsta móti trúgverðug enda um Sovétmenn sem leiknir eru af Bandaríkjamönnum. Á köflum verður hún samt þónokkuð spennandi, sérstaklega í blálokin en hún stenst samt engan vegin samanburð við aðrar kafbátamyndir til að mynda Crimson Tide og U-571...

Myndir fær því tvær stjörnur af fimm mögulegum.




mánudagur, mars 03, 2003

 
The Ring ****/*****

The Ring, leikstýrð af Gore Verbinski, er mjög vel gerð mynd. Leikurinn er til fyrirmyndar þar sem: Naomi Watts leikur blaðakonuna Rachel sem kannar uppruna dulafulls myndbands, sem virðist hafa valdið dauða 16 ára frænku hennar. David Dorfman leikur son hennar sem er mjög sjálfstæður miðað við aldur og gæddur dulrænum hæfileikum. Martin Henderson leikur kunningja Rachel sem hjálpar henni við leitina að uppruna myndbandsins.

Þessi mynd er vægast sagt mjög spennandi og er stígandinn í myndinni mjög góður. Það hvernig leikstjórinn leiðir áhorfandan á algjörar villigötur í lok myndarinnar og skellir svo fram einu bezta tæknibrelluatriði sem ég hef séð í lokauppgjörinu var tær snilld. Takið einnig eftir hestaatriðinu á ferjunni...mjög áhrifamikið og vel gert atriði, tæknilega séð.

Mæli hiklaust með The Ring, fær fjórar stjörnur af fimm hjá mér.






This page is powered by Blogger.