|
|
fimmtudagur, mars 27, 2003
Maður eins og ég ***/*****
Á að vera rómatísk íslensk gamanmynd en sem slík hittir hún ekki alveg í mark. Myndin er leikstýrð af Róberti Douglas, sem meðal annars gerði Íslenska Drauminn, og er ekki hægt að kvarta yfir leikstjórninni sem slíkri. Myndina vantar einna helst almennilegan söguþráð...því sá söguþráður sem er í myndinni er, vægt til orða tekið; hræðilegur.
Það sem hífir myndina upp er hversu snilldarlegur leikur helstu leikara er. Jón Gnarr fer á kostum og Þorsteinn Guðmundsson er magnaður í hlutverki besta vinar hans og yfirmanns. Ef við gleymum alveg söguþræðinum og lítum aðeins á samleik þessara tveggja kappa, þá fengi myndin fullt hús...en hræðilegur söguþráður dregum myndina all verulega niður.
Ég gef myndinni því þrjár stjörnur af fimm mögulegum
posted by Jón
12:21 e.h.
|